LEIKUR AÐ ELDI.

Agndofa hlustaði þjóðin á dómadagsspá virts hagstjórnarprófessors í kastljósi kvöldsins.   Fyrir ári tókst útrásarvíkingum og stjórnmálamönnum að þagga niður þessa gagnrýni og gera hjárænulega.  Þá voru eyru landsmanna enn upp að þeirra munni en svo er ekki lengur.    Ráðherraskipti, landsfundir, yfirlýsingar, loforð, allt merkingarleysa og púað niður.   Tímaglas klíkusamfélagsins er að renna út og eina raunhæfa val stjórnvalda er að skipa neyðarstjórn og víkja síðan.  Í því felst uppreisn þeirra sjálfra og svo sannarlega þjóðarinnar.   Verði enn skellt skollaeyrum við aðvörununum spekinga á heimsvísu eru ráðamenn ekki einungis að svipta Íslandi möguleikanum til endurreisnar heldur einnig að leika sér að eldinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband