14.1.2009 | 05:45
TÍMAHRAK.
Staðan er að skýrast. Ekki í krónum talið en flestum að verða ljóst að bergið slútir og það ekki lítið. Forsendur og spár eru samt þrepaskiptar, allt frá hæfilegri bjartsýni og niður úr. Annar stjórnarflokkanna er með evrópumálin á heilanum, hinn hvernig viðhalda megi klíkusamfélaginu. Hið fyrrnefnda brennur ekki á þjóðinni, hið síðara henni beinlínis andstætt. Niðurstaðan sú að dýrmætur tími fer til spillis. Réttast væri að ráða strax hagfræðingana tvo sem sáu hlutina fyrir og vöruðu við eins og völvur. Þessir menn skynjuðu samhengi hlutanna og því færastir til framhaldsins. Þeir myndu byrja í neðstu tröppunni og fikra sig upp en ekki gera ráð fyrir neinu. Tilkoma þeirra myndi færa fólkinu nýja von, von sem sárlega er þörf. Landsfundur sjálfstæðisflokksins ætti að snúast um þetta en ekki framlengingu stjórnarsamstarfs sem gjörsamlega er búið þó það haldi áfram.
LÁ
Athugasemdir
hjartanlega sammála.
DODDI KODDI (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.