KENNITÖLUR OG SYNDIR.

Útvarpsmennirnir knáu, Guðmundur og Sigurður, upplýsa nú að háttsettir kaupþingsmenn séu tengdir kaupum arabahöfðingja í kaupþingi rétt fyrir lokun.   Þræðir þeirra liggja til skattaparadísar sem kallast Cayman.   Eflaust verður ýmislegt rakið á komandi vikum og margt upplýst.  Auðvitað ekki allt en sumt og kannski nóg til að þjóðin geti stungið einhverjum inn.  Afstaða fólks er skiljanleg, fólkinu sem brenndi akurinn á ekki að leyfast að koma nálægt sáningunni sem framundan er.   Margir ýja að lagarammanum sem var enginn og gjörðir þessa fólks því ekki refsiverðar.  Má vera en sé ætlunin að rýra hér lífskjör um óákveðinn tíma, hækka skatta og skera niður, en láta almenning samtímis horfa upp á sökudólgana ryðja sér til rúms má búast við ófriði.   Almenningur mun ekki nenna að taka þátt í slíku samfélagi og upplausn óumflúin.  Því verður að gera mönnum  ókleift að  sturta niður sömu syndum á mismunandi kennitölum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband