17.1.2009 | 01:13
KÆTIST SENN VATNSFJARÐARPRÓFASTUR.
Yfirstandandi landsþing framsóknar byrjar með látum. Aðildarviðræður við evrópubandalagið samþykktar með skilyrðum sem margbúið er að lýsa yfir sem óraunhæfum og óaðgengilegum. Líkast vilja framsóknarmenn halda bæði evrópusinnum og ekki-evrópusinnum heitum, þ.e. báðum endum opnum. Þessa leið fara sjálfstæðismenn væntanlega einnig síðar í mánuðinum. Ræða fráfarandi formanns var ósanngjörn og á skjön við raunveruleikann. Firring á eigin gjörðum, frávarp bankahrunsins, fratyfirlýsing á frjálshyggjuna, allt mjög ósannfærandi og vekur kjósendur ekki til dáða. Geti framsóknarflokkurinn ekki horfst í augu við fortíðina á hann sér enga framtíð. Tel enda málalyktir varðandi ESB ekki til þess fallnar að halda tryggð grasrótarinnar og verði hoggið í sama knérunn í formannskjörinu mun flokkurinn súnka endanlega. Mun þá kætast Vatnsfjarðarprófastur.
LÁ
Athugasemdir
Sæll. Fyrir utan þig þekki ég tvo skynsama og skemmtilega framsóknarmenn. Megið þið lengi lifa.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 17.1.2009 kl. 01:28
Sæll, og þakka komplímentið, Ben. Ax. Hver mun sá þriðji vera?
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 07:14
Já, auðvitað sé þetta allt í réttu ljósi núna - ég sem hélt að Lýðurinn væri frjálsblyndur (ritast með ypsiloni).
Grímur (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 14:08
Þarna kom fram skemmtilegi framarinn í miðið.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 15:03
Þetta er nu meira lyðskrumið?
Kafteinninn (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.