18.1.2009 | 14:12
SKAGFIRZKUR GALDUR.
Framtíð landsins ræðast á framsóknarþinginu í dag. Svo segja formannsframbjóðendur. Augljóst að flokkrnir eru farnir í kosningaslipp og án þess að vera völva spái ég yfirlýsingu um kosningar fyrir páska. Samfylkingin hefur beint umræðunni mjög að evrópumálunum og önnur öfl kappkosta nú að hasla sér völl með jákvæðni í garð umræðna en óaðgengilegum samningsmarkmiðum. Sjálfstæðisflokkur mun að líkum herma framsókn í þessu. Vinstri grænir gætu einangrast í einarðri afstöðu gegn aðildarviðræðum og höfðað þannig til kjósenda. Frjálslyndir eru með buxurnar á hælunum og reyna að ganga á höndum. Annars var skemmtilegt að sjá kynslóðablöndu skagfirðinga mala evrópsku söngvakeppnina í gærkvöld með heimatilbúnum, alíslenzkum galdri. Áfram Skagafjörður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.