19.1.2009 | 02:03
VONARGLÆTA?
ENGIN UMSKIPTI MANNA Í ÁBYRGÐARSTÖÐUM RÚIR ÞJÓÐINA TRAUSTI Á ALÞJÓÐLEGUM VETTVANGI OG KEMUR Í VEG FYRIR ENDURREISN. Þetta hafa margir bent á og í Silfrinu í dag tveir málsmetandi hagfræðingar frá Bretlandi. Enn einn áfellisdómurinn yfir valdstjórninni og forgangi hennar. Hvar í röðinni er þjóðin? Hvert axarskaftið rekur annað og fólkið í landinu bíður þess eins að þessi mistakastjórn víki. Fyrr eygir fólk enga von. Framsóknarflokkurinn kastaði af sér margra ára dulu í dag og óska ég nýjum formanni til hamingju og velfarnaðar. Flokkurinn sýnir með þessu vali viðleitni og vonarglætu. Skrítlan í kringum talninguna léttir líka lund og undirstrikar einstæða kímnigáfu framsóknarmanna.
LÁ
Athugasemdir
Það er spurning hvort við eigum að ganga aftur í framsókn og taka dodda og kidda með okkur
kv sig haf
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 15:18
Að minnsta kosti þurfum við að tryggja okkur fundarboð þegar foringinn nýi kemur í heimsókn og þá ekki um annað að gera en að ganga inn þó ekki nema sé til skamms tíma. Af stað!
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:44
Nei Siggi minn framsókn tekur ekki við Kristni H aftur.
Pétur B. (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:10
því ekki pétur minn kæri. Kristinn var í gamla framsóknarflokknum sem Sigmundur ætlar að endurreisa.
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.