HEILBRIGÐISMÁL Í HNOTSKURN.

Nýr heilbrigðisráðherra ýtir ráðstöfunum fyrirrennarans af borðinu og fyrirhuguð umbreyting Jósefsspítala verður ekki.   Held það sé gott mál enda þó sparnaður hefði ugglaust orðið nokkur.  Minni einingar eru mannvænni, bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk, yfirsýn auðveldari og mistök færri.  Stórir útgjaldaliðir heilbrigðisþjónustunnar eru launakostnaður og lyfjakostnaður.   Stjórnunarnetið má grisja og spara háar upphæðir.  Besta leiðin í því er blandað rekstrarform sem gæti skapað samkeppnisumhverfi og þá myndu óþarfa stjórnunarstöður afleggjast.  Einnig þarf að efla kostnaðarvitund heilbrigðisstarfsmanna og lækna þá sérstaklega því iðulega eru það þeir sem setja rúllurnar í gang.  Ein leið er þak á lækna, bæði á rannsóknir og ferilverk.   Ótækt er að læknar geti tekið sér sjálfir nánast ótakmörkuð laun úr ríkissjóði.   Afkastahvetjandi kerfi getur vel átt rétt á sér en þá þarf jafnframt að auka kostnaðarhlutdeild sjúklings, með þessu opnast leið flýtimeðferðar sem sjúklingar geti nýtt sér standi vilji til.   Fyrirætlanir nýs heilbrigðisráðherra varðandi lyfjakostnað eru vænar og skylda á lækna til að ávísa ávallt ódýrustu lyfjunum nema annað sé vel rökstutt.   Skjaldborg um grunnþjónustu, neyðarþjónustu og öldrunarþjónustu verður einungis við haldið með sparnaði á öðrum sviðum.   Lækkun launa, lækkun lyfjakostnaðar, fækkun rannsókna og fækkun stjórnunarstaða er besta leiðin til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meiriháttar!!!

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 01:38

2 identicon

Hvað segir  Mafian?-----

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:56

3 identicon

Það er siður mafía að þegja en taka hníf og læðast út að nóttu.....

lydur arnason (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband