BÖLSÝNI & BJARTSÝNI.

500 milljarðar, 2000 milljarðar....  Töluvert ber í milli bjartsýnustu hagfræðinga og bölsýnustu.  Fyrir leikmenn er erfitt að átta sig á réttunni en fyrir þingmenn nauðsynlegt að ná henni fram sem fyrst.   Yfirtaka bankanna var talin nauðsynleg til varnar fjármálaumsýslu innanlands en gagnvart almenningi alls óljóst hvaða skuldbindingar í raun fylgja.  Sömuleiðis er hula yfir láni AGS, krónubréfum, jöklabréfum og lánum frá öðrum löndum.  Ennfremur mistur yfir fjárútlátum vegna starfsemi fyrrum bankaeigenda erlendis.   Hagfræðingum ber illa saman hvað inn stendur og út, hvað sé til geymslu og hvað sé til nota.     Stjórnvöld verða að koma þessu á hreint og karp þingsins um hvor sé vitlausari, fyrrum forsætisráðherra eða núverandi, er til skammar.   Gefum þessari skammlífu minnihlutastjórn starfsfrið eða látum utanþingsstjórn valinkunnra ganga í hauginn.    Fólkið í landinu á ekki skilið reikistefnu dag frá degi ofan á allt annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara kveðja til þín, í tilefni dagsins.

Bestu kveðjur á fjölskylduna :)

Er Doddi koddi kominn með bloggsíðu???

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:28

2 identicon

Ójá, kallinn er mættur en enn vefst fyrir honum tæknin.  Hitti hann á morgun og greiði úr.  Ætlarðu að halda áfram að kjósa bláfuglinn?

LÁ 

lydur arnason (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:08

3 identicon

Hugsanlega já......en ekki ef Einar K. verður í efstu þremur :)

Hvað með þig????

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 19:54

4 identicon

Hugleiðingar þínar fá fimm stjörnur eins og venjulega.   Ekki lagast þeir hagfræðingarnir,  þegar þeir eru prófessorar í ofanálag

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 02:12

5 identicon

Bláfuglinn er ekki lengur kostur á mínu heimili og breytir Einar K. þar engu um.  Ef Einar Oddur væri í einu af þremur myndi ég samt hugsa mig um.

lydur arnason (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband