FLJÚGANDI FÁLKI EÐA Í HREIÐRI?

Guðspjöllin eru máttug en Davíðsspjöll þó máttugri.  Það síðasta í Kastljósi á dögunum skekur landslýð og bloggheimar loga.  Í samantekt hlýtur eitt að vera augljóst:  Eigi Davíð að víkja vegna afglapa hlýtur ráðherrum fyrri ríkisstjórnar að hitna í kinnum.  Hafi Davíð yfirsést í aðdraganda hrunsins, hvað þá með Jóhönnu, Össur, Ólaf Ragnar og Möller?    Eftiráspekingar? Ástarhaturssamband þjóðarinnar við Davíð Oddsson er orðið að þráhyggju.  Þessi fyrrum landsfaðir hillar og hrellir í senn, gefur, tekur, lemur, klappar, tapar, sigrar.    Dáður og fyrirlitinn í sömu andrá.    Sem sagt áhrifamaður.   Vinstri vængur stjórnmálanna vill Davíð Oddsson burt úr seðlabankanum.  Helst tafarlaust.   Ég segi:  Vilji þeir frekar fljúgandi fálka en í hreiðri, þá verði þeim að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband