PÁSKAR 2009.

Páskalok.  Frábærir rokktónleikar á Ísafirði afstaðnir og framkvæmdaaðilum til sóma.  Okkar nýstofnaða, stórpólitíska hljómsveit, EKKIÞJÓÐIN, steig á svið á föstudag.  Mögnuð upplifun fyrir okkur á sviðinu og vonandi höfum við hjálpað einhverjum ráðvilltum kjósendum úr sal.   Í gærkvöld voru svo órafmagnaðir stofutónleikar í Inguhúsi í Bolungarvík.  Eftir að sískvaldrandi unglingadeildin var rekin í reyk magnaðist galdur og húsfyllir féll í óminni.    Svo er vinnudagur á morgun, klyfjaður góðum páskaminningum, helgin á næsta leyti og meira pólitískt stuð.  Hver þarf á kannabis að halda í svona landi?    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband