STÝRÐ ATBURÐARÁS?

Styrkir til stjórnmálaflokka eða frambjóðenda hafa löngum þótt vafasamir.  Í þeirra skjóli geta styrkveitendur bundið hendur styrkþegans.   Því þótti við hæfi að hámarka slíkar upphæðir við 300 þúsund.   Nú er uppi sterkur grunur um tengsl peningagreiðslna og stjórnvaldsákvarðanna, m.ö.o:  Risar sem greiða stjórnmálaflokkum fyrir að stýra atburðarásinni í þann farveg sem fellur að þeirra hagsmunum.  Og þá er fróðlegt að skoða helztu áherslumál ríkisstjórna umliðinna ára og jafnvel lengur.  Stóriðja, ál, hvalveiðar, kvótakerfi, einkavæðing bankanna, opinber útboð og hræringar á fjármálamarkaði.   Hvaða hagsmunasamtök standa að baki og hvers vegna er hljómgrunnur þeirra svona mikill og viðvarandi hjá stjórnmálamönnum?    Opnun bókhalds stjórnmálaflokka árið 2006 er skref í rétta átt en ganga verður mun lengra, t.d. hvernig lágu þræðirnir fyrir kosningarnar 2003?

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband