23.4.2009 | 04:49
REYKJAVÍK SUÐUR.
Reykjavík suður rak lestina í framboðsfundaröð sjónvarpsins. Orðahnyppingar Guðlaugs Þórs og Svandísar Svavarsdóttur varðandi tengsl peningagreiðslna FL-grúppunnar til hins fyrrnefnda meðan REI málið var og hét sýndu hversu þægilegt það er að vera ekki undir sönnunarbyrði. Guðlaugur sagði fráleitt að hann léti peningagjafir hafa áhrif á störf sín og Svandís átti engar órækar sannanir í fórum sínum og sat því uppi með getgátur einar. Guðlaugur nýtur vafans, þjóðin ekki. Augljóslega færa menn ekki í letur leynimakk né halda til haga nokkru sem gæti bendlað sig við slíkt. Því er Guðlaugur saklaus af mútuþægni nema fyrir því finnist kvittun. En sjálfstæðisflokkurinn í heild upplifir engu að síður almennt vantraust og hálf þykir manni aumkunarverðar sjónvarpsauglýsingar flokksins. Tónninn holur og klárlega ekki nóg að nota kýttisspaða sem hreinsitól flokksins, háþrýstidæla væri nærri lagi. Össur var með slakasta móti í kvöld og oft í honum meiri vindur. Fulltrúi borgarahreyfingarinnar var eins og þeir flestir hingað til, ágætlega frambærileg sem og fulltrúi lýðræðishreyfingarinnar. Sturla vörubílstjóri var á persónulegum nótum og staðfærði kreppuna á eigið líf, ekki ósvipað samflokkunga sínum, Kalla presti. Svona framsögn er tvíeggjuð og hlaut Sturla nokkrar skrámur. Framsóknarkonan var skelegg og greinilega meiri vilji í henni til þingsetu en formanninum. Samantekið er sorglegt fyrir þjóð sem stendur í raunum að horfa upp á þingmenn sína og ráðamenn skiljanlega og endalaust vænda um óheiðarleika. Þetta hlýtur að klingja í fólki í kjörklefanum á laugardag.
LÁ
Athugasemdir
Lyður! Sjaðu athugunarsemdina um "KRONAN OG EVRAN (22.4 2009).
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 05:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.