29.4.2009 | 06:12
HETJUR & TRÚÐAR.
Grísinn á Bessastöðum heldur enn uppi glensi og lét sendiherra Obama hlaupa apríl vegna loftloforðs um barmmerki. Kvað svo upp með að slíkt fengi enginn nema vera þess verður. Æ´grey kellíngin. Einhvertíma römbuðu íslenzkar hetjunælur inn á söluvef alheimsnetsins og sumar jafnvel hafnað á barmi óverðugra. Kannski er það þó lausnin, að selja barmmerkin hæstbjóðendum og láta óátalið hvort trúðar beri þau eða hetjur. Trúður getur líka breyst í hetju og öfugt. Óli var ugglaust einsamall á Bessastöðum í dag því hin ráðagóða Mússajeff hefði ábyggilega kippt einni skrautfjöðrinni úr hala Ólafs, nælt í sendiherrann og bjargað þannig heiðri Íslands og forsetaembættisins.
LÁ
Athugasemdir
En nú er hér sumar, í húsinu humar Gestir að snæðingi njótast við borð Upprisinn æringi leysir úr læðingi drundrímur dagsins í dag drundrímur dagsins í dag
Úmbaúmbaúmba (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:57
Þvílíkur bömmer! Eru engin takmörk á fáráðleiknum?...Nú streyma ferðalangar til landsins, sem aldrei fyrr....Til þess að berja augum, þessa guðs voluðu þjóð......Ekki kæmi það mér á óvart, ef Dorit kæmi ekki ti baka.
Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:02
Mér finnst að doddi eigi að fá stórriddarakross vegna óeigingjarns starfs í þágu trjáa á Flateyri. Nú er doddi að sjæna hafnarstrætið ofanvert. Hann var fram í myrkur í gærkvöldi. Allir vita að doddi hefur hefur farið grænum höndum um trjáplöntur við sundlaugina í áraraðir, allt er þetta í sjálfboðaliðavinnu gert.
Mér finnst allt í lagi þó Óli stríði þessum könum aðeins.
kv sig haf
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.