7.5.2009 | 02:13
SKULDASÖFNUN "INNAN EÐLILEGRA MARKA" .
"Þrátt fyrir að skuldir sveitarfélagsins hafi aukist úr 1.446 milljónum í 3.913 milljónir króna frá árinu 1996-2007, hefur vel tekist að halda skuldasöfnuninni innan marka," að sögn bæjarstjóra.
Þetta er eilítið skondin fullyrðing burtséð frá ástæðum sem nefndar eru: Yfirtaka skulda frá ríkinu, fólksfækkunar og framkvæmda. Maður spyr sig hvað felst í því að safna skuldum innan marka? Maður spyr sig líka um ástæðu allra þessara framkvæmda í samfélagi sem berst við sífellda fólksfækkun? Og í framhaldinu hvort þær hafi ekki haft neitt að segja? Yfirtaka skulda frá ríkinu kallar á nýja tekjustofna fyrir sveitafélögin. Hvers vegna hafna þá forsvarsmenn slíkra sveitarfélaga nýjum tekjustofnum eins og afnotagjaldi auðlinda til handa sveitarfélögum? Sé þetta markmið með rekstri sveitarfélaga, að halda skuldasöfnun innan ótilgreindra marka, ætti að hækka laun þessara snillinga.
LÁ
Athugasemdir
Ja þetta er ansi heimspekilegt. Svo vantar náttúrulega inn í að sveitarfélagið fékk drjúgan pening fyrir orkubúið. Það er allt búið og samt hefur þeim næstum tekist að þrefalda skuldina.
kv sig haf
sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.