SAMSPIL DAUÐANS.

Hagsmunaaðilar í útgerð segja margir að firningarleið muni valda fjöldagjaldþroti í greininni með tilheyrandi hörmungum fyrir þjóðina.   Í fyrsta lagi má spyrja:  Hvernig gátu útgerðir þolað 30% skerðingu aflaheimilda á einu ári?  (firning gerir ráð fyrir sömu prósentutölu á 6 árum).   Og í annan stað:  Boltinn sem gekk á milli banka og útgerða var uppblásið veð í aflaheimildum, loft og meira loft, algerlega út úr korti.  M.ö.o. bjó þetta samspil til peninga úr væntingum en ekki raunverðmætum.  Hvorugir lögðu neitt til en veðið (auðlind í þjóðareign) gerði báða aðila, bankamenn og útgerðarmenn,  að fjárfestandi auðmönnum um heim allan.  Og nú hóta menn gjaldþroti sjávarútvegs verði þessum fúastafla hrint.  Ég segi:  Látum fúastaflann falla, hann mun aldrei falla annað en ofan í sig sjálfan og með honum hverfa ónýtt fyrirkomulag fiskveiða.  Firningarleið er hógvær leið til nýliðunar, bættrar samkeppni og breiðari skírskotunar þessarar gjöfulu auðlindar sem fiskimiðin eru.   Firningarleiðin mun tryggja ríki og sveitarfélögum nýja tekjustofna öllum íbúum byggðarlaganna til góða.   Standi komandi ríkisstjórn í lappirnar í þessu máli mun er tekið á einni mestu meinsemd lýðræðistímans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'A síðustu öld, varð Nýfundaland gjaldþrota......Auðugt af landsgæðum.  Eitt það fyrsta,  sem gert var til þess að bjarga málum, var að loka fiskveiðilögsögunni, fyrir botnvörpuveiðum.....Eingöngu smámátar máttu stunda fiskveiðar á einum gjafmest fiskimiðum í heimi....það var bara þannig.

Nú er kominn tími til breytinga..........Niu þúsund tonninn næstu tvö ár, sem Steingrímur er að tala um, er brandari og ekkert annað. Þeir hlægja sko lang hæst grátkórinn hjá LIU.

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 15:42

2 identicon

Doddi Koddi...   Betra væri ef Skalla-Grímur fjórdoblaði þessa tölu, þá yrði gaman að lifa við strendurnar en öllum skrefum ber þó að fagna þó hænuskref séu.

lydur arnason (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 03:34

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ennþá vantar þann skilning að með því að setja á sóknarmark hverfur brottkastið og þar með yrðu þessi 9000 tonn að ca 15000 tonnum.

Veiðar á bátum upp að vissri stærð á ekki að stunda nema með sóknarmarki. Það að nota veiðistjórn sem krefst brottkasts á afla er ekki sæmandi.

Ef til þess kemur að við þurfum að ganga til samninga við aðrar þjóðir um þessa auðlind er mikilvægt að hafa áður tryggt íbúum strandbyggðanna góðan skerf af aflaheimildunum.

Árni Gunnarsson, 9.5.2009 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband