TITTLINGUR & SÓLSKRÍKJA.

Í fyrrinótt var allt hvítt hér í Útvík.  Snark í snjó í bland við fuglapíp.  Mótsagnakennt en þannig er lífið og ekki sízt sá hluti þess sem stjórnast af almættinu.  Hitt er meiri endurtekning, fyrirséðara.  Hundurinn sniffaði eftir hreiðrum í fönninni en fann ekkert nema hagamús sem rak hann á braut.  Reyndar mig líka.  Við félagarnir köstuðum mæðinni undir upplýstum kirkjuturni og fylgdumst með tilhugalífi tveggja anda, reyndar tveggja steggja.  Hvorugum líkaði og haldið var áleiðis.  Nýkomnir yfir Grímsbrú hrukkum við í kút þegar gaukur skaust upp úr fönninni.  Efalítið slógu hér fleiri fuglahjörtu undir hjarni, hellingur af  fiðri bíðandi af sér hretið.   Annað en óþolinmæði mannheima þar sem allir þurfa allt strax, hér og nú.  Skrambi að tegund tegundanna kunni ekki að bíða af sér hret.  Þó þak læknishússins leki ber það smáfugl og beið þar  tittlingur dögunar.  Eða var það sólskríkja?  Hvenær er tittlingur annars sólskríkja og hvenær er sólskríkja tittlingur?  Við þessari spurningu væri gaman að fá svar við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband