SJÖTÍUOGFIMMÆRINGAR.

Smá samsæti var haldið föður mínum til heiðurs í dag, hlunkurinn 75 ára og fjallhress.  Kom þar fyrrum vagnstjóri og jafnaldri afmælisbarnsins, ásamt föruneyti sem í var að öðrum ólöstuðum, Sigurður Hafberg.  Eftir brauðtertukappát slömmuðu gestirnir í sófanum og kveikt var á fréttum.  Tilkynnt var um tímamót í sögu lýðveldisins, þ.e. myndun fyrstu ríkisstjórnar vinstri flokkanna á lýðveldistímanum.   Jafnaldrarnir fyrrum íhaldsmenn en fögnuðu þó báðir.   Sérlega þegar tilkynnt var um nýjan landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason.  Hrökk upp úr sjötíuogfimmæringunum:  Loksins ráðherra sem ekki er á barnsaldri.   Hafberg á hinn bóginn efaðist um  staðfestu Jóns gagnvart útgerðaraðlinum en vagnstjórinn fyrrverandi aldeilis ekki, það eina sem Jón þyrfti að gera væri að ráða grjótharðan aðstoðarmann og nefndi í sömu andrá Níels Adolf Ársælsson, aðmírál á Tálknafirði en sá ku hafa slitið eyra af útvegsmanni fyrir stuld á fálkaeggjum.  Er þessu hér með komið á framfæri til Jóns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka fyrir frábæra afmælisveislu.  Þetta var ógleymanlegur dagur.  Þá hófst íslandsmótið í knattspyrnu, með tapi hjá Val.  Birgir Leifsson glopraði niður vænlegri stöðu á ítalíu.....Síðast en ekk síst, komst fyrsta ríkisstjórn vinstri manna til valda....Þeirri stjórn fylgja óskir um farsæl störf.....

Fjörugar umræður fóru fram í samkvæminu, hvern Jón fengi sem aðstoðarmann í sjávarútvegsráðuneytið.  Kom þar fram uppástunga um Nilla kaptein í Táknafirði.  Það var bara grín.,Úr því að hann étur eyrun af útgerðarmönnum, gerir hann með öllu óhæfan.  Hann yrði góður sem commissioner hjá Hafró...

Þá er það vinur okkar allra,.....Lýður Árnason læknir......Hann er laus um næsta mánaðarmót, vegna hagræðingar, sem hann sættir sig ekki við.  Hann hefur verið ötull að skrifa um fiskveiðistefnuna, og útvegsmál. Skoðanir hans smellpassa við það verkefni, sem framundan eru í þessum málum.

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:11

2 identicon

Lýðurinn af lýðnum ber
lengi voða magur
Fenntur inni og ekkert fer
Er hann ekki fagur?

Úmbaúmbaúmba (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband