16.5.2009 | 03:20
SUMARÞING ÚTI Á TÚNI.
Enn draga skilanefndir bankanna landslýð á asnaeyrunum. Meira en 7 mánuðir eru frá bankahruninu og endanlegt uppgjör ekki í sjónmáli. Há laun skilanefndarfólks hvetur engan til dáða og meiri hagur sumra að verktíminn sé lengri en styttri. Hugsanlega bíða líka margir eftir ákvörðunum að ofan, þ.e. að einhver stjórnmálaforingi taki af skarið og höggvi á hnútinn. Um þetta og skjaldborg heimilanna ætti sumarþingið að snúast, ekki þrástagl um inngöngu eða ekki inngöngu í eitthvað ríkjabandalag. Samfylking hefur lagt þetta mál á oddinn og skeytir litlu um brýnni mál. Önnur vonbrigði varðandi nýmyndaða stjórn er fjölgun ráðherraembætta en það er í trássi við áherzlur beggja flokka fyrir kosningar. Þó trúverðugleiki í stjórnmálum sé uppurinn á hægri vængnum þýðir það ekki að sá vinstri verði ekki að gæta sín.
LÁ
Athugasemdir
Er þetta ekki eins og ævinlega. Alltaf sama ruglið.....Nú situr pabbi heima og gerir ekki neitt......Mamma borgar.
Þorður Sævar Jonssondoddiafi (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.