SILFUR EGILS & SILFUR JÓHÖNNU.

Eftir hundagöngu dagsins blöstu við mér á skermi heima þúsundir íslendinga á Austurvelli.  Hverju er nú verið að mótmæla skaut niður í hugann, eitthvað djúsi hlýtur að vera í gangi?  Páll Óskar, Diddúarbróðir, færði mér fljótt sanninn.  Íslendingar mættir í þúsundatali til fagnaðar vegna árangurs okkar í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.  Bersýnilega er þjóðin í mikilli þörf fyrir jákvæðar fréttir, hreinlega í spreng.   Smitaður af þessu þægilega þyngdarleysi slökkti ég á Silfrinu í kvöld, ákveðinn að láta það fram hjá mér fara.   Líklegast er gott veganesti til kátínu og kæruleysis að vera júróvisíonaðdáandi.  Prófa það í viku.

 LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Júróvision.?......Sækjum um inngöngu þar....Hafandi verið í samfloti með þér suður um heiðar er ég viss um, að Formúlan hentar þér vel í afneitingunni.

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 10:33

2 identicon

dODDIkODDI!   Hvaða afneitingu?

lydurarnason (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband