19.5.2009 | 18:14
STJÓRNARSLIT EÐA KYNGINGARÖRÐUGLEIKAR.
Jóhanna heilög vill meina að Ísland gefi evrópusambandinu tóninn varðandi fiskveiðistjórn og verði ráðandi í framtíðartilhögun hennar innan sambandsins. Sagði þetta galvösk í stefnuræðu gærkvöldsins. Skákdrottning vinstri grænna undirstrikaði framtíðarsýn Íslands og ljóst á máli hennar að evrópusambandið hefði þar engu hlutverki að gegna. Afgreiðsla aðildarumsóknar liggur fyrir sumarþingi og af ofangreindum ummælum gerist annað tveggja: Stjórnarslit eða kyngingarörðugleikar.
LÁ
Athugasemdir
Nú gerist þú ófrumlegur í meira lagi minn kæri vin. Það hefur alltaf verið ljóst að þessir flokkar eru ekki sammála um ágæti þess að ganga í evrópusambandið. Farðu nú ekki að detta í sömu grifju og Einar Kristinn og fl að tönglast á því að flokkar í ríkisstjórn þurfi að vera sammála í einu og öllu. Það þekkja sjálfstæðismenn af lengri setu með framsókn að það er bara ein skoðun, ekki viljum við svoleiðis. Við erum ekki sammála í öllu það aftrar okkur ekki í því að spila saman borðtennis(þú ert að vísu hættur að þora).Það þarf enginn að kyngja neinu, það er þjóðin sem tekur lokaákvörðun.
með kveðju
sig haf
Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:03
Nú, hefur hann þá spilað borðtennis!!! Þóttist aldrei hafa heyrt minnst á þessa íþrótt þegar hann marði sigur á mér!!!!
Falur (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:13
Reyndar er ég fyrrum Fjónsmeistari í borðtennis en kosið að halda því leyndu. Varðandi tennisinn í skúrnum hætti ég á toppnum og tel ekki ástæðu til frekari afreka þar. En afstaða flokkanna til evrópusambansins er áhyggjuefni og slæmt hversu hart það er sótt. Ég er ekki í þeirra hópi sem vill ríkisstjórnina feiga einfaldlega vegna þess að ekkert annað er í boði. Hún mætti samt ganga röskar til verks og beina sjónum sínum að meira aðkallandi máli en ESB-aðild, sú vegferð mun aðeins veikja stjórnarsamstarfið.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.