20.5.2009 | 00:54
HREINT LÝÐRÆÐI.
Mitt lýðræði yrði svona:
1. Láta einkavæðinguna halda áfram að vera einkavæðingu og þannig ætti hið opinbera ekki að taka að sér fallerandi fyrirtæki heldur beina þeim í hendur einkaaðila, t.d. starfsmanna.
2. Hætta að miða lánaafborganir við brenglaðar forsendur og létti lánabyrðar með afskriftum og afnámi verðtryggingar, þannig eflist hvatinn til að borga.
3. Lækka vexti og það veglega, taka mótbárur alþjóðagjaldeyrissjóðsins ekki til greina.
4. Afskrifa jöklabréfin eða skattleggja útleysingu þeirra, bankahrun heillar þjóðar réttlætir þann verknað, höfum í huga að grunnhugmynd bréfanna byggði á spákaupmennsku.
5. Kasta ekki krónunni því hún er það hagstjórnartæki sem mun koma okkur fyrr upp úr öldudalnum og gera okkur samkeppnisfær í komandi markaðsþrengingum erlendis.
6. Afnema bankaleynd og ganga að því fólki sem sölsað hefur undir sig eignir og fjármuni eftir krókaleiðum og láta þjóðina njóta vafans í þeim efnum.
7. Tryggja auðlindir ævarandi í þjóðareign með auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
8. Firna fiskveiðikvótann og núllstilla atvinnugreinina þannig að íþynging lánadrottna heyri sögunni til.
9. Búa til 50.000 tonna kvótapott fyrir króka- og handfærabáta með frjálsri sókn en svæðatengdri.
10. Gleyma ESB.
LÁ
Athugasemdir
Kasta ekki krónunni því hún er það hagstjórnartæki sem mun koma okkur fyrr upp úr öldudalnum og gera okkur samkeppnisfær í komandi markaðsþrengingum erlendis.
Hvusslags bull er þetta Lýður sem ekki fannst í horninu við bakaríið þrátt fyrir ákafa leit? Er það gott hagstjórnartæki og til eftirbreytni að kaupgetu fólks sé kippt aftur við hentugleika um 20 ár vegna smæðar gjaldmiðilsins? Hannes Hólmsteinn fagnaði krónunni eins og þú og sagði eitthvað á þessa leið: Hvar í heiminum væri hægt án blóðsúthellinga að lækka laun fólks um tugi prósenta?
Úmbaúmbaúmba (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 10:36
Smæð gjaldmiðilsins nýttu spákaupmenn sér með dyggilegra aðstoð stjórnvalda og reglugerða. Vel má vera að á góðæristímum sé hentugt að skipta um gjaldmiðil, meira fæst jú fyrir sterka krónu en veika. En nú þegar þjóðin liggur hjálparvana á gólfinu mun einmitt smæð gjaldmiðilsins súna skjaldbökunni við. Og mundu ÚmbaÚmbaRúmba: Ekki er við bassann að sakast sé slegin felskja.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.