21.5.2009 | 05:13
HAGSMUNAAÐILA FRÁ SAMNINGABORÐI.
Nýkjörinn þingmaður vesturlands flaggaði því á alþingi í dag hversu ósanngjarnt það væri að taka af mönnum eitthvað sem þeir hefðu keypt og átti þar við aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja. Kvað flestar útgerðir reknar af harðduglegum mönnum og eignaupptaka sú sem firningu fylgir ótæk. Segjum sem svo að kvótinn yrði ekki innkallaður en þess í stað ákveðið að búa til nýjan "aflapott" með nýrri tilhögun úthlutunar. Þá myndu fyrirliggjandi kvótahandhafar telja sig í forgangi og ekki una öðru. Sem segir okkur þetta: Ríkisvaldið stjórnar ekki lengur úthlutun aflaheimilda heldur hagsmunasamtök. Ef ríkisstjórn réttkjörin má eða þorir ekki að fylgja eigin stefnumörkun vegna andstöðu hagsmunaaðila er fokið í flest skjól. Til hvers þá að vera að kjósa ríkisstjórn? Í komandi slag um fiskveiðistjórnunarkerfi framtíðarinnar tala margir, m.a. sjávarútvegsráðherra, um endurskoðun í samráði við hagsmunaaðila. Það er fáranlegt enda hafa slíkir sagt að þeir muni aldrei samþykkja firningarleið og vafasamt að þeir munu yfirleitt ganga að neinu nema yfirklóri. Besta ráðið við þessu er að hafa þessi hagsmunasamtök einfaldlega annarsstaðar en við teikniborðið þegar kemur að nánari útfærslu. Ólína Þorvarðardóttir á hrós skilið fyrir einurð sína í pontu alþingis í dag en Jón Bjarnason verður að hætta að spila varnarleik með miklu betri málstað.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.