RUGGUM BÁTNUM!

Ósjálfstæði landsbyggðar gagnvart þéttbýlinu hefur stigvaxið og fylgt neikvæðri þróun íbúafjölda.   Tækifærin eru annarsstaðar og fólk yfirgefur hreiðrin.   Bæjarstjórnir þegja út í eitt og bíða eftir aurum úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.   Æmta hvorki né skræmta þó sjálfsbjörgin og sjálfræðið fjúki út í veður og vind.   Glöggt má sjá vægi landsbyggðarinnar í umræðum um Reykjavíkurflugvöll þar sem hlutverk höfuðborgar átti að víkja fyrir söluhagnaði af byggingarlandi.   Landsbyggðarfólk þarf að hrista af sér drómann og krefjast meiri sjálfsstjórnar og réttlátari skiptingu tekjustofna.  Í mikilli nánd við auðlindir er þetta hægur vandi.  Það er sorglegt að heyra fyrst nú mótbárur frá sveitarstjórnum, loksins þegar vilji stjórnvalda er til breytinga.   Landsbyggðarfólk þarf miklu sterkari einstaklinga til málsvarna og sóknar fyrir sín mál, fólk sem ruggar bátnum og kann að segja nei, hingað og ekki lengra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri vinur.!

Hvað ertu nú að pæla.?

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 06:15

2 identicon

Doddi, Koddi.  Ég er að hvetja þig í framboð í næstu sveitastjórnarkosningum, það er allt og sumt...

LYDUR ARNASON (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 15:05

3 identicon

Ja .....þú segir nokkuð........Það er margt vitlausara en það.

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband