24.5.2009 | 04:33
ÞJÓÐNÝTING EINBÝLISHÚSAHERBERGJA.
Segjum að útgerðarfélag sé einstaklingur sem er búinn að kaupa einbýlishús. Hvernig litist eiganda hússins á að eitt herbergið yrði skyndilega þjóðnýtt? Síðan annað. En skuldirnar minnka ekkert á móti, eigandinn heldur áfram að borga af þeim eins og hann ætti allt húsið, en þarf að borga leigu af þessum þjóðnýtta hluta. Ætli viðkomandi húseiganda þætti þetta réttlátt?"
Svo mælir útgerðaraðlili á Snæfellsnesi.
Ég spyr á móti:
1. Hver gaf kaupendum kvóta óskorað leyfi til að líta á veiðiréttinn sem eign en ekki nýtingarrétt? Þeir sjálfir og er það réttlátt?
2. Hvar í stjórnarskrá er ljáð máls á ævarandi eignarétti einkaaðila á veiðiheimildum? Hvergi en samt láta hagsmunaaðilar eins og ekkert sé sjálfsagðara. Er það réttlátt?
3. Húseigendur margir hverjir í dreifbýlinu hafa víða misst "herbergi" úr húsum sínum einmitt vegna kvótaumsýslu? Er það réttlátt?
Vinding ofan af núverandi kerfi er algerlega nauðsynleg og firning ein leið til þess. Kannski væri hægt að lengja þennan tíma svo fjárfesting útgerðaraðila næði að borga sig, miða t.d. við 33 ár í stað 20. Geti fjárfesting ekki borgað sig upp á svo löngum tíma er hún hvort eð er glórulaus.
LÁ
Athugasemdir
Varðandi fyrsta atriðið þá er mér tjáð að upphaflega hafi skattayfirvöld úrskurðað að kvóti væri eign og ætti því að skattleggjast sem slíkur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 24.5.2009 kl. 10:00
Sæll, Hjörtur. Ágæt athugasemd en spurningin er hvort úrskurður skattayfirvalda gangi gegn stjórnarskrá og sé því marklaus. Túlkun manna á eignarétti, hefðarrétti, nýtingarrétti og tímamörkum er greinilega mjög misjöfn og að mínum dómi er nauðsynlegt að leiða þessi mál til lykta, setja í stjórnarskrá og gera það með hagsmuni heildarinnar í huga.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 18:47
Færir létt með lögfræðina.!!!
Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.