GRJÓTHRUN Á ÞINGEYRI.

Grjóthrun var á Þingeyri í kvöld, litlu kauptúni Dýrafjarðar, gróðursælu og snyrtilegu.  Niður Gemlufallsheiðina heilsaði okkur hvalur í kvöldsólinni og tjaldar stikuðu í vegarköntunum ásamt gæðaféi Ketilseyrarbræðra.   Varð okkur Grími starsýnt á flottsokkótt lamb og kvað Grímur það líflamb.  Félagsheimili Þingeyringa státar af stóru sviði og þar tróðum við upp eilítið síðar en til stóð svo fólk yrði ekki hvumsa.   Meðalaldur áheyrenda var þó nokkur en það breytti litlu, rokk var á dagskránni og enginn bjóst við öðru nema ein maddaman bað hljómsveitina vinsamlega að þegja meðan harmonikuleikarinn tæki smá skonsu.  Bassaleikarinn varð æfur og úmbaði út í eitt, ekki hjá því komist að friða hann með loforði um strandsiglingar.   Hver hnullungurin rak svo annan og endað á þjóðsöng Þingeyringa um Þórarinn en sá ku hafa innleitt í samfélagið starfslokasamninga.  Þórhallur Arason, aurasníkir sveitarinnar, bauð svo hópnum í kaffi og fræddi um uppgang staðarins í menningarlegu og efnahagslegu tilliti.   Grjóthrun taldi 101 Þingeyri á tónleikunum og er það um þriðjungur mannbærra Dýrfirðinga.   Þökkum skemmtilega kvöldstund og minnum á morgundaginn en þá verður Vagninn á Flateyri tekinn með trompi.  Allir þangað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í dag verður Þórður Sævar Jónsson brautskráður stútent frá Menntaskólanum í Reykjavík.  Sá atburður kemur, því miður, í veg fyrir að ég geti séð mér fært, að vera viðstaddur kveðjutónleika Grjóthruns á Vagninum í kvöld.  Sendi þér og öllum vinum mínum,,,,,beztu mveðjur.

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 08:33

2 identicon

Tjaldurinn sá við okkur. Krefst þess að hann róti eftirleiðis!

Úmbaúmbaúmba (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband