DALAI LAMA SNUPRAÐUR.

Ríkisstjórn friðar og mannréttinda snuprar nú komu eins umtalaðasta þjóðarleiðtoga heims, Dalai Lama.  Útlegð hans er táknræn fyrir órétt og yfirgang heimsvaldastefnu sem við flest foröktum.   Fyrrum dómsmálaráðherra hæðist að undirlægjuhætti ríkisstjórnarinnar í garð þeirrar kínverzku en gleymir þeirri staðreynd að fyrirmyndin sé hugsanlega fengin í viðbrögðum hans sjálfs þegar Gong-liðar fjölmenntu hingað á sínum tíma.     En hvað sem því líður hefur margur misjafn sauður komið höttum íslenzkra ráðamanna á loft gegnum tíðina og fjarvera þeirra nú mikil vonbrigði.  Mér finnst niðurlag forseta og ríkisstjórnar algjört í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: doddý

já lýður - algjörlega er það til skammar hvernig íslenskir ráðamenn skríða fyrir kínakörlum, eins og þeir eru ómerkilegir.  kv d

doddý, 2.6.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband