KLÁSÚLUDANS.

Ísbjörgin er nú komin í fang okkart og hæpið að þjóðin losni úr kvörninni úr þessu.  Varhugaverðasta klásúla þessa nauðungarplaggs er óvissa fyrirliggjandi eigna hins raunverulega skuldara, gamla landsbankans.   Spár eru bjartsýnar en vegna gífurlegra upphæða má litlu skeika og verði svo tekur litla Ísland skellinn, þ.e.a.s almenningur, fólk sem taldi fjármálaumsýslu einkaaðila á erlendri grund því óviðkomandi.  Eignainnheimtuna sjálfa hefðu íslendingar átt að láta bretum í skaut og enga samninga ella.   "Þetta bjargast" er niðurstaða þessa þvingunarplaggs og megi guð gefa að það gangi eftir.   Framkoma breta og evrópubandalagsríkja gagnvart íslendingum í þessu máli getur vart talist lystaukandi og spá mín sú að landinn gerist fráhverfari evrópusambandsaðild.  Þessi ísbjörgunarsamningur mun engum ís bjarga heldur bræða, vegið er að sjálfsbjörg þjóðarinnar og þar með sjálfstæði.   En kannski er það einmitt tilgangurinn hjá sumum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hlutur Flateyringa einna í þessu skuldadæmi er um 600 millur og árlegar vaxtagreiðslur liðlega 30 milljónir.  

Önfirðingar réðu eflaust við skuldabaggann ef þeir fengju að róa en eins og staðan er nú er það útilokað og sömuleiðis er það fráleitt að íslenskt efnahagslíf ráði við þetta skuldahlass.

Sigurjón Þórðarson, 7.6.2009 kl. 12:33

2 identicon

Sæll, Sigurjón.  Einhver sagði þetta Versalasamning 21 aldarinnar, nokkuð til í því.

lydur arnason (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband