8.6.2009 | 00:53
UNDIR HNULLUNGI EINKAVÆÐINGAR.
Undir hnullungi einkavæðingar liggur þjóðin nú lemstruð. Oftrú færði þjóðinni þennan bikar og vantrú hamlar að honum sé hafnað. Kjarkur eða kjarkleysi þingheims mun afhjúpast í atkvæðagreiðslu um Ísbjörgunarsamninginn. Rísi þingheimur gegn þessum þumalskrúfusamningi mun það ekki bara feykja skítahaugnum af íslenzkri þjóð heldur vera skerandi frelsisóp um allan heim gegn kúgun og misrétti. Hinn kosturinn, að hengja bakara fyrir smið, er að mínum dómi ekki í boði en verði hann valinn hugsa margir sér til hreyfings.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.