9.6.2009 | 02:00
FEIG RÍKISSTJÓRN?
Mótmæli á Austurvelli í dag færa ekki bara sanninn um afstöðu þjóðarinnar til Ísbjargar heldur eru þau táknræn fyrir þann viðsnúning sem orðið hefur í stjórnmálunum. Ekki þó á málefnum heldur fólki. Átrúnaðargoð búsáhaldabyltingarinnar eru nú, örfáum mánuðum síðar sjálf komin í stöðu fyrirrennaranna. Steingrímur gæti allt eins verið Þorgerður og Jóhanna Geir. Fólkið sem margir treystu til kúvendingar endurgalt hvorki traust kjósenda né trú og upplifa nú sama trumbusláttinn. Loforð um breytingar á stjórnsýslu, aukið lýðræði, valddreifingu, gegnsæi, fagmennsku, auðlindir, skjaldborg heimilanna, vexti, verðtryggingu, gengi, allt í uppnámi. Og nú er ljóst, þrátt fyrir harðorðar yfirlýsingar um afsal fullveldis, að sá hinn sami reit undir nauðungarplaggið. Hafi engin leið önnur verið fær, afhverju sagði maðurinn þá ekki af sér frekar en kyngja þvílíkum afarkostum fyrir samfélagið? Þessi ríkisstjórn er feig.
LÁ
Athugasemdir
Ég er ein að mörgum mótmælendum, sem stóð vaktina í vetur. Ekki bendla mig við VG ég er hægri manneskja sem hafði alltaf kosið SjálfstæðisFLokkinn. Mótmælendur voru ekki útsendarar VG. Mótmælendur voru þverpólitísk fólk sem ofbauð. Ég er sammála þér að þessi ríkisstjórn sé feig. Stjórnin er á sömu línu og fyrrverandi stjórnir.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.6.2009 kl. 02:09
Sæll Lýður.
Ég er sammála þér.
Jóna.
Því miður einkenndust mótmælin frá upphafi af vinstri áherslum og ræðumenn voru valdir í því sambandi þ.e. það fengu ekki allir að tala á útifundunum.....
því miður , þannig var það.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 9.6.2009 kl. 02:25
Hæ, stelpur. Ekki var meiningin að bendla einn né neinn sérstaklega við vinstri stefnu, einungis viðra þann viðsnúning sem orðinn er í íslensku samfélagi, þ.e. að vonarstjörnur byltingarinnar í margra hugum séu nú sammerkar spillingaröflunum. Sem segir okkur einfaldlega að þrátt fyrir töluverða endurnýjun á alþingi dugir það ekki til.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 04:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.