FUGLALÍF.

Einn sterkasti sumarbođinn á mínu heimili er ţegar hundurinn hćttir ađ leita upp í bć og strunsar niđur á varpsvćđi.  Ţar nuddar hann sér upp viđ hettumáva og ćđakollur, rekur minkinn burt og ögrar kríunum.   Mannlífiđ á stađnum á sér keppinaut í fuglalífinu, endalaust garg og gredda.  Eggin voru mörg og flest í sömu körfu.  Ungar sáust á stangli, samlitir umhverfinu og hreyfingarlausir, ţó kvakađi einn eins og sannur leiđtogi.  Nokkrir fallegir andarungar syntu í skipulegri röđ á eftir mömmu sinni, sá ljóti líklega enn í egginu.   Tilkomumesta sjónin var ţó ţegar afi sem ţarna var, sveiflađi staf sínum og krćkti um háls barnabarns sem raskađi friđi varplandsins.   Sá gamli var snar í snúningum, dró rindilinn afsíđis og las krakkanum pistilinn.   Hef ekki séđ svona snilld síđan Grímur var og hét.   Á heimleiđinni settist mávur á götuna, flćktur í mannsgarni.   Ţrátt fyrir háan aldur fangađi hundurinn varginn og hélt honum föstum međan ég vafđi utan af greyinu.   Fuglinn flaug síđan kampakátur út í ćđavarp.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband