OF SATT TIL AÐ VERA GOTT.

Kona ein í nefnd sem rannsakar bankahrunið er nú talin vanhæf af fyrrum forkólfi fjármálaeftirlitsins.  Er það vegna viðtals í vetur þar sem umrædd lét þessi orð falla:  

„Mér finnst sem bankahrunið sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hluta eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.“

Verði konan látin víkja úr nefndinni fyrir þessi ummæli mæli ég með kærandanum í hennar stað, hann er líkast til eini íslendingurinn sem er á annarri skoðun. 

 LÁ

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Of satt til að vera gott!

Þar hittir þú naglann á hausinn Lýður.

Snilldarlega orðað.

Ólafur Eiríksson, 10.6.2009 kl. 19:14

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Tek algerlega undir þetta sem þú segir Lýður.

SH

Sólveig Hannesdóttir, 10.6.2009 kl. 19:20

3 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Rétt hjá þér Lýður, þessi vinnubrögð eru hreint með ólíkindum það er hver höndin upp á móti annari í öllum þessum málum þetta er að verða eins og einn stór grautarpottur.

Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 10.6.2009 kl. 19:22

4 identicon

Heyr, heyr!

Svona er setningin á frummálinu:

I feel it is a result of extreme greed on the part of many and reckless complacency by the institutions that were in charge of regulating the industry and in charge of ensuring financial stability in the country.

Hvernig er hægt að vera óssammála þessu mati?

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband