29.6.2009 | 21:53
LEIGUKVÓTABRASK.
Þórður Már og Finnbogi Vikar áttu heiðurinn af aðalinnslagi kastljóssins í kvöld en skýrzla frá þeim um kvótaleigubrask skók þáttinn. Innihaldið sýnir glöggt hvernig vannýttar tegundir eru kvótasettar til þess eins að skapa handhöfum þeirra verðmæti. Tegundir sem nóg er af ættu ekki að lúta veiðitakmörkunum en gera það samt. Með þessu fyrirkomulagi verður þjóðarbúið af töluverðum tekjum. Allt er þetta þó löglegt. Ég spyr því: Hverjum á fiskiauðlindin að þjóna, heildinni eða deildinni?
LÁ
Athugasemdir
Vertu velkominn, kæri vinur!!
Það er ekki öll vitleysan eins. Eitt sinn varð hrun á loðnuveiðum. Þá beitti Halldór sér fyrir því, að loðnuveiðiskipin fengu einkaleyfi að veiða rækjuna. Þannig að Siggi Sveins varð að kaupa sér rækjukvóta (væntanlega af vini sínum Halldóri Ásgrímssyni). Reyndar allir sem stunduðu rækjuveiðar í djúpinu. Satt að segja gæti svo verið enn. Treystir þú því, að félagi sjávarútvegsráðherra, geri skurk í málinu??
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 23:41
Hæ, Doddi Koddi. Jóni vantar meiri drift en samþykki þingið Ísbjörgina skiptir það líkast engu máli.
LÁ
Lydur Arnason (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.