NÆRTÆKAST AÐ DRAGA GJALDEYRI ÚR SJÓ.

Smábátasjómenn eru komnir í gírinn, nógu margir til kveða niður þann orðróm að enginn grundvöllur væri fyrir slíkum veiðum.   Skil þó ekki ládeyðu sveitarstjórnarmanna sem sárvantar tekjustofna til að kítta upp í fjárlagagöt bæjanna.  Upplagt væri að hver bátur borgi í heimahöfn 25 krónur af hverju lönduðu þorskkílói, er um 12% af söluverði.  Þessi prósentutala gæti einnig gilt um annað sjófang.  Reynist þetta vel í sumar ætti að lengja veiðitímabil handfærabátanna í 6 mánuði og auka leyfilegt heildarmagn umtalsvert, ekki undir 30.000 tonnum.   Alltént segja hafnarverðir mikið líf vera í tuskunum og augljóst að vanti þjóðina gjaldeyri er nærtækast að draga hann úr sjó. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband