ENGISPRETTUFARALDUR.

Ein vísustu ummæli stjórnmálamanns á síðari tímum er þegar Geir bað guð um að blessa Ísland.   Enginn hefur vitað betur um þörfina fyrir hið æðra máttarvald.  Nú er flokkur Geirs aftur að rétta úr kútnum, einni meðgöngu eftir hrunið.   Líkast mun Guð blessa landið okkar að lokum en svo gæti virst að hann lumi á nokkrum plágum fyrst.   Fordæmi er fyrir slíku og ekki lengra síðan en í eyðimörkinni þegar hin útvalda þjóð sté sinn dans, þá beitti almættið harðræði áðuren hann róaðist.  Okkar gullkálfur er sízt minni og kristilegur grunnur landans ristir grunnt sem hvorugt telst til tekna.   Hringrás ónýtra stjórnmálamanna gæti verið fyrsti engisprettufaraldurinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Góð færsla. Takk fyrir.

Sólveig Hannesdóttir, 2.7.2009 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband