4.7.2009 | 01:49
PERSÓNUKJÖR.
Hugmyndir um persónukjör hafa fallið í góðan jarðveg hjá þjóðinni. Skilningur almennings á fyrirbærinu er sá að kjósendur flokks gætu þá raðað frambjóðendum að vild og prófkjör og uppstillingar myndu heyra fortíðinni til. Með þessu yrði valdið fært til hins almenna kjósenda og þingmenn myndu sæta alvöru frammistöðumati, ekki bara úr innsta hring. Persónukjör á sem sagt að hamla gegn sísetu ónýtra þingmanna og tryggja endurnýjun þegar þörf krefur. Líkt og nú. Pælingar í þessa veru að írskri fyrirmynd hafa verið kunngjörðar og bera í sér að persónukjör gildi einungis um fimm fyrstu sæti hvers flokks í hverju kjördæmi. Flokkarnir munu sjálfir stilla upp í sætin þar fyrir ofan. Vont en sýnu verra þó hitt að flokkarnir sjálfir munu tilnefna þessa fimm fulltrúa sem að við, kjósendur, getum valið úr til uppstillingar. M.ö.o fá kjósendur samfylkingar að ráða röð Jóhönnu, Helga Hjörvars, Össurar, Steinunnar Valdísar og Marðar og kjósendur sjálfstæðisflokks geta raðað niður Birgi, Illuga, Pétri Blöndal, Ólöfu Norðdal og Guðlaugi Þór. Eflaust mjög spennandi fyrir innvígða en hinn almenni flokksmaður getur alveg eins setið heima.
LÁ
Athugasemdir
Sammála Lýður.
Danska fyrirmyndin er mun álitlegri að mínu viti þar sem einn talsmaður leiðir lista en listi er að öðru leyti stafrófsraðaður. Okkur tókst það í Lýðræðishreyfingunni að ná því í siðustu kosningum þrátt fyrir andstreymi, innan ramma kosningalaga.
Kjósendur þurfa að geta valið milli lista persónur í kjöri í kosningum.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.7.2009 kl. 02:30
innilega sammála.
árni jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.