FYRIR HVERN VINNUR EIGINLEGA ÖSSUR?

Enn vaggar Davíð Oddsson þjóðarskútunni og má hann vart mæla nema það gerist.  Átelur Davíð mjög ráðherra ríkisstjórnarinnar fyrir undirlægjuhátt gagnvart Ísbjargarævintýrinu og furðar sig á mótstöðuleysi sömu aðila í þessu skítamáli.   Ennfremur telur Davíð upp óbirt gögn og hefur eitt, ánafnað utnríkisráðherra, þegar fangað athygli fjölmiðla.  Í því dregur ensk lögfræðistofa mjög í efa ábyrgð íslenzku þjóðarinnar á Ísbjörginni.  Utanríkisráðherra segir skjalið marklaust og engu breyta.  Hverra hagsmuni ber hann fyrir brjósti, eigin þjóðar eða annarra?  Ég undrast æ meir eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar að gangast við þessum ábyrgðum og henda byrðinni yfir á íslenzka skattgreiðendur.   Miðað við umfang þessa máls finnst mér stórfurðulegt að ráðamenn vilji að minnsta kosti ekki staldra við og fresta endanlegri afgreiðslu uns öll gögn eru komin fram og uppgjör bankahrunsins liggi fyrir.   Afhverju þessi asi að gangast undir þennan skuldabagga og samhliða óska eftir inngöngu í ESB?  Hvort sem að Davíð hafi rétt fyrir sér eða ekki eru vafaatriði þessarar ríkisábyrgðar nógu mörg til að kalla á endurskoðun.   Slík ákvörðun myndi aftur gera okkur að þjóð meðal þjóða.  Hunsi þingheimur rétt almennings í þessu máli legg ég traust mitt á forsetann.   Haldi hann að sér höndum er þjóðinni réttur ódrekkandi bikar.  Svar margra við honum verður aðeins eitt:  Fögur er hlíðin en samt mun ég fara....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli Össur vinni ekki fyrir ESB, kannski er hann kominn á spenann þar.  Það virðist allavega eiga að borga IceSlave í topp og troða okkur inn í ESB hvort sem við viljum það eða ekki.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.7.2009 kl. 01:47

2 identicon

Það verður ekki endilega vont hve margir fara - miklu heldur hverjir verða eftir.

Úmbaúmbapolkaúmb (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband