9.7.2009 | 01:58
ALLSHERJARUPPLAUSN.
Tilboð Björgólfa gengur út á skuldaniðurfellingu vegna kaupa á Landsbankanum í upphafi einkavæðingarinnar. Að þessi skuld sé enn ógreidd sætir vægast sagt furðu. Trilljónir og fantasilljónir hafa trillað samhliða feðgunum í orðum og gjörðum umliðin ár og sá yngri enn að. Venjulegt fólk missir eignir og jafnvel frelsi fyrir peningaóreiðu sem ógnar þó hvorki æru né sjálfstæði. Láti ríkisstjórnin þessa ósvinnu yfir landið ganga hljóta allir að gera sömu kröfur. Og þá verður allsherjarupplausn.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.