10.7.2009 | 02:36
SIKILEY UNDIR SÓLINNI.
Einkavćđingarnefnd féll á sínum tíma frá eigin verklagsreglum sem kváđu á um dreifđa eignarađild og gagnsći. Einn nefndarmanna yfirgaf veizluna, hinir áfram sátu og handsöluđu einkavćđingu ríkisbankanna. Međ ţessu hófst formlega umbreyting Íslands úr lýđveldi í banana, úr Söguey í Sikiley. Grúppurnar sem hömpuđu bönkunum lánuđu hvor annarri fyrir kaupunum og sem lánadrottnar hvors annars var borgun hvorugum kappsmál. Á síđustu andartökum góđćrisins drógu hinir fallandi risar eins marga og ţeim framast var unnt ađ svikaborđinu og krunkuđu úr grunlausum borgurum sparifé, samtökum, sveitarfélögum, öllu sem eitthvađ átti aflögu. Og í stađ ţess ađ gefa alţjóđasamfélaginu skotleyfi á gerendurna ćtlar ríkisstjórn Íslands ađ hella öllu einkavćđingareitrinu yfir eigin borgara sem hvergi komu ţó nćrri. Og hugsanlega horfa ađgerđarlaus á afskriftir lána sem sízt skyldi afskrifa undir sólinni. Á međan gjamma sjálfstćđismenn og átelja vinnubrögđ ţingmeirihlutans. Hvađan skyldu ţau nú vera komin? Og hvers vegna liggja öll ţessi skítverk fyrir? Ísland er í alvarlegri stjórnarkreppu, ríkisstjórnina skortir einurđ enda klofin í afstöđu til alţjóđasamfélagsins, stjórnarandstađan, ađ borgarahreyfingu undanskilinni, skartar enn sömu spillingarsprotunum og lýđrćđiđ rćđur ekki viđ flokksrćđiđ. Er sú von borin ađ ćđstráđendur skynji sjálfir sinn vitjunartíma?
LÁ
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.