MÚLBUNDIN SAMVIZKA.

Ungur búmaður á þingi tók orf sitt og hatt eftir að hafa sagt frá gangi mála innan ríkisstjórnarinnar varðandi inngöngu í ESB.   Fyrir kosningar voru vinstri grænir einarðastir andstæðingar ESB-aðildar, svo gerðist eitthvað í stjórnarmynduninni og stjórnarsáttmálinn inniheldur tafarlausa umsókn í ESB.  Fyrir kjósendur flokksins er þetta U-beygja og aumt hlutskipti Steingríms að vera orðinn meðreiðarsveinn samfylkingar í þessu máli.   Þjóðarvilji til aðildar liggur langt í frá fyrir og hann þarf að koma fram áðuren lengra er haldið, annað er sóun á fé, tíma, orku og síðast og sízt svæsinn yfirgangur gagnvart almenningi.  Tvöföld atkvæðagreiðsla er leið sem þjóðin getur sætt sig við, bæði þeir sem hliðhollir eru evrópusambandsaðild og hinir sem eru því andvígir.  Hótanir Jóhönnu um stjórnarslit mega ekki hræða fólk frá sannfæringu sinni og þó vissulega séu fáir aðrir kostir fýsilegir er aðildarumsókn, óborin undir þjóðina, óaðgengileg.  Óska bóndanum unga góðrar grassprettu og megi hann fylla hlöður sínar af heyi hverjar sem þær eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki að kvarta undan gúrkutið.  Manni verður bumbult á því að reyna að móttaka allt það fréttaefni, sem yfir dynur.  Satt að segja, þá held, að lokin séu í nand....Heimsendir,  og ekkert annað. Haroken stríðið er hafið.  Það er nokkuð ljóst.  Þrátt fyrir allt slæðist stundum efni, sem hægt er að hafa gaman af.  Eitt slíkt slæddist með í sjónvarpinu í kvöld.  Þulurinn tók það skírt fram, að þvílíkt efni fengist ekki sýnt í Bandaríkjunum undir neinum kringumstæðm. Nema að viðlögðum 150 ára fangelsi. Nema hvað.  Þarna birtist þú í öllu þínu veldi, ásamt fjölda vina og vinkvenna og ég held að ég hafi greint pabba þinn í hópnum.  Og voruð ekki í nokkuri spjör.  Svo ekkert færi á milli mála. Þá var skotið endurtekið, og þú nafngreindur....Já svona vinna þessir skrattakollar.

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:45

2 identicon

Sæll, Doddi Koddi, loksins lífsmark.  Á þessum árum var nú lítið að skammast sín fyrir og sumir í hópnum gætu enn sprellað.  Ég man að Jóakim var sérlega baldinn og ófáanlegur í föt lengi á eftir. 

Kveðja, LÁ

lydur arnason (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband