12.7.2009 | 02:29
ÚT MEÐ TANNBURSTANN OG INN MEÐ HÁÞRÝSTIDÆLUNA!
Spilling og þrönghagsmunapólitík sjálfstæðisflokksins stendur nú frammi fyrir afrakstrinum: Gjaldþrota þjóð á leið í aðildarviðræður við ESB. Fylgilag flokksins við úr sér gengna sjávarútvegsstefnu lagði grunninn að útrásinni og því viðskiptafæribandi sem nú er stopp. Stjórnunarhættir og vinnubrögð forystumanna sjálfstæðisflokksins síðastliðinna ára eru loks búin að sanna sig sem hreina spillingu og aðför að lýðræðinu. Þrátt fyrir þetta situr unnvörpum sama lið á valdastólum hægri manna og ekki að sjá á neinum fararsnið. Hvar er háþrýstidælan?
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.