TJALDAÐ TIL EINNAR NÆTUR.

Í komandi viku munu þingmenn taka kúrsinn varðandi ESB næstu árin.  Þessar tvær leiðir, ESB og ekki ESB eru ekki bara umdeildar heldur líka mjög ólíkar.   Afstaða þjóðarinnar er klofin, öllum er það ljóst og fái fólk ekki að tjá hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu munu allskonar þjóðar- og fullveldishreyfingar koma fram og skerpa á málunum.   Niðurstaðan yrði aukin harka og jafnvel hatur.  Þessu myndi tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla  afstýra, þá fengist strax skýr þjóðarvilji sem auðveldara yrði að lúta  fremur en einstefnu samfylkingar.   Það yrði líka slakandi fyrir stjórnarsamstarfið að fá skýrt þjóðarumboð í þessu eldfima máli en tregða samfylkingar gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu er undarleg miðað við fyrri yfirlýsingar.  Hitt, að enginn viti hvað felist í evrópupakkanum nema sótt sé um aðild, má til sanns vegar færa en vitanlega munu bardagasveitir beggja aðila keppast við að mæra samninginn eða hallmæla og hlutlaus túlkun fyrir almenning vandfundin.   Niðurstaðan mun því alltaf verða áróðursstríð og þegar þar að kemur yrði gott fyrir hvern einasta stjórnmálamann að geta vísað í þjóðarvilja.   Því miður er hætta á að girt verði fyrir þann möguleika í vikunni.  

LÁ   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða vitleysa er þetta? Ertu ekki með greindarvísitölu 150? Þessi 300 þúsund manna þjóð sem hefur ekki kunnað fótum sínum forráð til þessa þarf fyrst og ein þjóða að kjósa um að fá að kjósa. Af hverju? Hvað er slæmt að ganga nú til samninga og leggja síðan þann samning í dóm þjóðarinnar? Hvað er svona hættulegt við það annað en að LÍÚ óttast þann gjörning? Ætlarðu að sitja einn við eldhúsborðið?

Úmbarúmbarúmm (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 12:41

2 identicon

Sæl´skan.  Þó greindin nái ekki þínum hæðum hef ég þó vit á þessu og viljir þú ekki greiða atkvæði um þetta mál býð ég þér að sitja heima við eldhúsborðið mitt, þegja og hlusta á hundInn eða þögnina.   Nú eða virða fyrir þér myndina af formanni LÍÚ, þeirri gæsku.

lydurarnason (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband