14.7.2009 | 03:44
STERKT LÉTTVÍN EÐA LÉTT BRENNIVÍN?
Skilaboð Jóhönnu voru skýr í þingsal í dag: Ef ég fæ ekki að ráða er ég hætt! Skilaboð Davíðs á skjánum voru einnig skýr: Ef ég fengi ráðið kemur allt til greina. Samkvæmt spám er tími Jóhönnu kominn en Davíðs liðinn. Þessa spá ætti að endurskoða því ekki bara sjálfstæðisflokkurinn heldur hægri vængurinn allur er nánast hungurmorða vegna forystuleysis. Í minni spákúlu sé ég Davíð, fullveldisflokk og töluna 33. Spurning hvort þetta sé sterkt léttvín eða létt brennivín?
LÁ
Athugasemdir
Þá færðu að sitja einn við eldhúsborð framtíðarinnar....
Úmbarúmbarúmm (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 12:37
Sælar aftur. Ég fæ þá að ráða matseðlinum....
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 14:39
Þú er ágætur Lýður og átt betri spákúlu en flestir aðrir.
Sigurður Þórðarson, 14.7.2009 kl. 16:34
Á þessum tímum er erfitt að filgjast með því sem er að gerast. Þegar þú vaknar daginn eftir, þá hefur nýr skandall litið dagsins ljós. Hvað segir þú um það, að við vesalingarnir þurfum að borga 16 miljarða arðgreiðslur, til allskonar rugludalla. Hvað heldur þú að Steingrímur hefði sagt, ef hann væri óbreyyur þingmaður? ER hann Yfirburða snillingur eða hvað? Verða menn svona miklir vitringar á því að ganga á fjöll? Nú eru Þingeyingarnir farnir að sauma að honum. Þei gefa sko ekkert eftir. Það get ég sagt þér. Menn hafa umvörpum dáðst af ræðusnilld hans og rökfestu. Mætti ég þá frekar biðja um bóndann í Skagafirðinum! Eða Davíð. Hann vill koma aftur og toppa vitleysuna....Það væri í samræmi við ástandið.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 23:53
Doddi, Koddi. Loksins ertu vaknaður en eins og framsóknarforkólfarnir, sjálfstæðisforkólfarnir, samfylkingarforkólfarnir og frjálslyndu forkólfarnir hefur Steingrímur nú rifið upp flokksrætur eigin flokks og misst jarðsamband. Dapurlegt hlutskipti því Steingrímur var eini eftirlifandi ráðamaðurinn fyrir kosningar sem virkilega gat sagt hinum til syndanna. Illu heilli valdi hann aðra leið og kominn í fylkingarbrjóst málefna sem áður þóttu feigðarflan. Sorglegt en satt.
Kveðja, LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.