NÚ MÆÐIR Á GREYJUNUM SEXTÍUOGÞREM.

Meiri líkur en minni eru á því að alþingi íslendinga hafni tvöfaldri atkvæðagreiðslu um ESB og samþykki að leggja inn umsókn fyrir Íslands hönd og hefja aðildarviðræður.  Gangi þetta eftir blasir við veruleiki sem þótti býsna fjarlægur fyrir örfáum mánuðum, ekki sízt að þetta yrði gert með fulltingi vinstri grænna.  En svo bregðast krosstré sem önnur.  Annað sem poppar nú upp er hrikaleg skuldastaða landsins, 4000 þúsund risakúlur sem er helmingi meira en svartsýnustu ágizkanir í vetur.  Veit ekki hvort Ísbjörgin sé með í þessu en í henni liggja ábyggilega minnst 1000 risakúlur séu öll efin tekin með.  Endurreisn efnahagsins virðist langsótt en líkast vonlaus samþykki alþingi Ísbjargaránauðina athugasemdalaust.  Ólgan er augljós meðal þingmanna og einn kveður formann samninganefndarinnar ekki einu sinni skilja samninginn.   Hvað sem því líður sjá vonandi nógu margir alþingismenn hengingarólina í þessu nauðungarplaggi og stinga undir stól.  Deilan mun að sjálfsögðu ekki hverfa við það en við fáum ráðrúm til að endurstilla miðið.    Annar ótvíræður kostur er sá að evrópudraumurinn fuðrar upp, a.m.k. í bili. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband