SEINNI RIMMAN ER EFTIR.

Þá er fyrri rimman afstaðin, aðildarumsókn í ESB.  Niðurstaðan sigur samfykingar, niðurlæging vinstri grænna og sjálfstæðisflokks.  Vinstri grænna fyrir að leggja drög að vegferð sem bæði er þeim andstæð og gæti reynst mjög afdrifarík, sjálfstæðisflokks fyrir að byggja upp þann jarðveg sem nú spírar sprotum evrópusinna.   Holur tónn sjálfstæðismanna í umræðum dagsins hlýtur að stinga alla fylgjendur flokksins í hjartastað, holur tónn í fólki sem ekki skynjar sinn vitjunartíma.   Seinni rimman er um icesave, ríkisábyrgð á þeirri feigðarför, ríkisábyrgð á útrásardraumum fjárglæframanna sem engu eirðu.   Í raun var icesave þjófabæli og þó kennitalan hafi verið íslenzk ætti alþjóðasamfélagið fremur að hjálpa íslendingum til klófestingar þessarra svíðinga og gera fé þeirra og eignir upptækt hvar sem til þeirra  næst fremur en að afneita öllum leiðum nema ríkisábyrgð íslendinga einna.  Vona þingmenn hafni þeirri háðung sem icesavesamningurinn sannlega er og láti reyna á viðbrögð alþjóðasamfélagsins.  Það gæti orðið góð lexía fyrir komandi aðildarviðræður við ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband