19.7.2009 | 14:57
TREYSTUM VIÐ Á KÁRA?
Óðum kemur betur í ljós sá bjarnarhrammur sem vomir yfir íslenzkri þjóð samþykki hún ekki samninginn um icesave. Alþjóðasamfélagið, þ.e.a.s ráðandi þjóðir innan ESB, benda á samhengi aðildar að ESB, alþjóðagjaldeyrissjóðsins og áðurnefnds samnings. Skilaboðin eru: Allt eða ekkert. Ísland gekk fram fyrir skjöldu alþjóðasamfélagsins í sjálfstæðisbaráttu Litháens á sínum tíma enda skildum við betur en flestir við hvað var að etja. Nú erum við sjálf í þannig aðstöðu að á okkur standa öll spjót. Göngum við út úr brennunni og biðjum okkur griða eða treystum við á Kára?
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.