20.7.2009 | 03:49
AÐ AUSTUR-ÞÝZKRI FYRIRMYND.
Félagsmálaráðherra stendur nú fyrir átaki til upprætingar á "svika"bótaþegum en slíkir ku svína út ölmusu frá hinu opinbera að ófyrirsynju. Sem sagt, þeir sem vita um fólk sem þiggur bætur almannatrygginga á vafasömum forsendum eru beðnir að tilkynna það félagsmálayfirvöldum. Hálf finnst manni þetta lúalegt á þessum kennitölu- og kúlulánatímum, að hygla persónunjósnum. Held að félagsmálaráðherra væri nær að beina sjónum sínum að þeim fjölmörgu sýndarstörfum í ríkisgeiranum sem endalaust virðist fjölga. Þar mætti bregða niður hnífi.
LÁ
Athugasemdir
Alveg sammála þér þarna.Það þykir með ólíkindum að ekki skuli vera minnst einu orði á það hvernig á að ná ránsfeng þeim er svokallaðir útrásarvíkingar hafa stolið frá þjóðinni,og hreinlega kastað henni þjóð sinni áratugum aftur í tíman.Nei þessa menn og konur má ekki snerta,já þú segir satt Austur Þýskt er þettað.
Númi (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 08:18
Ýmsar spurningar vakna vegna þessa máls. Til dæmis gegn hverjum nornaveiðarnar beinast (læknum, sem gefa út vottorð eða starfsmönnum TR sem sannreyna þau?). Hvernig ætlar TR að sanna sekt þeirra sem kærðir verða? Af hverju grípur TR til þessara aðgerða nú? Hvað halda menn að þjóðfélagið græði á þessum aðgerðum? Nýlega voru reglur TR um laun án skerðingar bóta þrengdar og trúlega tengist sú aðgerð þessum meintu tryggingasvikum. Einnig hefur verið talað um að nú fjölgi bótaþegum og virðast menn ekki átta sig á hvers vegna það gerist. Mér finnst þessi útrás TR mjög gagnrýniverð og að stjórnvöld ættu fremur að rýmka heimildir bótaþega til að afla sér lífsviðurværis en skerða þær. Það er ekki sæmandi að halda þessum hópi þegna landsins við hungurmörk. Þvert á móti á að veita honum öll möguleg færi á að reyna að bjarga sér.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.7.2009 kl. 08:55
Oft lenda læknar í þeirri aðstöðu að meta sína heimaganga til örorku. Þesu þarf að breyta á þann hátt að tryggingalæknar komi öðru hvoru á heilsugæslustöðvar og meti sjálfir umsækjendur. Samfara þarf að víkka heimildir bótaþega til vinnu. Í þriðja lagi að einfalda tryggingakerfið í heild sinni, ýta af borði óþarfa endurtekningum, grisja eyðublaðafrumskóginn og færa verkferla umsókna frá umsækjendunum og í hendur heilbrigðisstarfsfólks. Ennfremur hætta vissum þáttum sem mjög eru misnotaðir, nefni lengingu fæðingarorlofs í því sambandi og endurgreiðslu ferðakostnaðar.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:03
Ég er sammála þér um það að einföld kerfi eru betri en flókin og sum lög um almannatryggingar eru komin í slíka flækju eftir margs konar endurbætur að það er varla hægt að ætlast til þess að nokkur skilji þau (t.d. lög um greiðslur foreldra til að sinna börnum sínum heima vegna alvarlegra veikinda). Það má hins vegar deila um alla skapaða hluti og seint verða menn sammála um allt en það sem á að mínu viti að vera óumdeilt í almannatryggingakerfinu er að það á að veita þeim, sem standa einhverra hluta vegna sannanlega höllum fæti í þjóðfélaginu, mannsæmandi bætur. Annars er ég sammála þér um það sem þú nefnir hér að framan og varðandi eyðublaða- og vottorðafarganið er oft nefnt dæmið um stúlkuna, sem missti fót, og þarf að sanna það með vissu millibili að fóturinn hafi ekki vaxið á hana aftur.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.7.2009 kl. 16:16
Einmtt, Benedikt og sagan um fótinn er því miður alltof sönn. LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 21:25
Netop! Aldrei þessu vant erum við eitt. Hvunnig væri að setja upp hotlæn fyrir þá sem hafa upplýsingar um risapakkið og jafnvel veita verðlaun?
Úmbarúmbarúmm (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 17:44
Enn ertu fallegri en orð þín en nú ekki vegna efnistaka heldur málslettna.
LÁ
lydurarnason (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.