JAFNAST GALDUR Á STRIKINU Á VIÐ GALDUR Á STRÖNDUM?

Þó nokkrir hafa þegar yfirgefið Skerið og hreiðrað um sig í hlýrri löndum og skuldaminni.  Íslenzka sumrið hefur að vísu skotið kreppunni skelk í bringu og þó langir fingur evrópubandalagsins hafi enn ekki náð hér tangarhaldi hafa skorkvikindi þaðan tekið forskot á sæluna.  En leitin að betra lífi hefur löngum beint fólki frá heimahögunum og sumum orðið verulega ágengt.  Eva norn er ein þeirra brottfluttu, kveðst ekki vera að flýja land heldur neita þáttöku í þeirri niðurlægingu sem hér fer fram.  Skil vel sjónarmið hennar að vilja fremur beina lífsafkomunni í aðra samneyzlu en þá íslenzku eftir allt það sem á undan er gengið.  Hinsvegar skil ég illa þá fullyrðingu nornarinnar að íslenzk ættjarðarlög hljómi eins í Danmörku og í Þórsmörk.  Það er líkt og að fullyrða að galdur á Strikinu jafnist á við galdur á Ströndum.   En ekki lái ég fólki að yfirgefa þetta svindlarabæli þó frekar vildi ég út reka svindlarana sjálfa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband