EILÍF ÆZKA.

Einn minna beztu vina er helmingi eldri en ég, næstum 100 ára.  Hann þjáist af ýmsum röskunum, m.a. á lund og sykri.  Ungur átti hann fegurstu konu Íslands, núna þá raunbestu, hann vann í Sigöldu, sigldi með Fossunum, sá Bítlana í Hamborg, lifði af Halaveðrið, fylgdi Albert, rak veitingastað, fór í útrás til Kína og nú á efri árum garðyrkjumaður síns byggðarlags.  Fer vel á því enda maðurinn með græna fingur hvort sem plöntur, dýr eða menn eiga í hlut, allt blómstrar í hans höndum.  Þessi maður, þó elliær sé, elur á gleði barnsins og hvergi að sjá á honum bilbug.  Hann tilheyrir þeirri kynslóð sem tók við fjöreggi lýðveldisins og sárnar nú mjög afstaða manna gagnvart fullveldi og frelsi, sárnar hvernig ofdekraðir plusskratar vilja framselja land og þjóð og kasta fyrir róða ávinningi sinnar kynslóðar.  Hann er framsýnn, elskar homma og fordæmir ekkert nema skordýraníðinga.  Sækir fundi votta Jehóva, ekki vegna trúar, heldur til að fá þar biblíumyndir fyrir barnabarn sitt.   Þessi maður hefur átt og misst, gefið og kysst, frábær allsgáður, toppar þess á milli og dansar fram á nótt fái hann næði.  Sé til eilíf æzka er hún í þessum manni, hann lengi lifi.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

þessi maður virðist vera hin prýðilegasta loftvog á sína öld.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 23.7.2009 kl. 01:04

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Fallegt.

Sólveig Hannesdóttir, 25.7.2009 kl. 18:36

3 identicon

Já hann er fallegur og góður kall og einnig sá sem við treystum fyrir útliti litla sjávarþorpsins okkar :) Hann er flottur:)

Flott lýsing hjá þér Lýður :)

Spákonan á Kambinum (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband