DINGULMEIN.

Dođi undanfarna daga fann sér loks skýringu í dag.  Í öllum dugnađinum, steypuvinnu, húsamálun og tónleikahaldi upplifđi ég dróma og slen en taldi ţađ vesaldóm.   Á heimleiđ eftir konsert í Búđardal fór ađ draga til tíđinda og nćstu tvo sólarhringana lá ég útbelgdur og ţaninn, gat hvorki sofiđ né vakiđ.  Augljóslega  var eitthvađ í uppsiglingu en eins og sönnum heilbrigđisstarfsmanni sćmir taldi ég víst ţetta myndi lćknast af sjálfu sér.    Konan var hinsvegar á öđru máli og nćr dauđa en lífi ók hún mér á hátćknisjúkrahúsiđ.  Ţar upphófust svo ýmis konar inngrip og tel ég víst ađ Páli Óskari hefđi líkađ sum ţeirra.   En yndislegheitin vantađi ekki og í fyrsta sinn fékk ég morfín og skil nú betur ţá sem telja ţađ eftirsótt.   Myndavélin á hátćknisjúkrahúsinu var fljót ađ skanna meiniđ og  niđurstađan kviđrista og dingulmeiniđ sem uslanum olli fjarlćgt.   Vaknađi reifur síđdegis og útskrifađi mig gegn lćknisráđi sem ekki er til eftirbreytni.   Gangurinn hefur ţó veriđ góđur og útlit fyrir fullan bata.   En varđandi hátćknisjúkrahúsiđ ćtti fremur ađ hćkka laun starfsmanna innan ţess veggja en ađ fara út í nýja húsbyggingu.  Starfsfólkiđ er mikilvćgara en innréttingarnar, ţađ upplifđi ég á sjálfum mér í dag.   Takk, dásamlega starfsfólk Landspítala hátćknisjúkrahúss. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband