TÍÐINDI ÚR BRUSSUBÆ.

Össur utanríkisráðherra sýndi þjóðarstolt/rembing sinn í dag með yfirlýsingu um að ef til þess kæmi þyrfti Ísland ekki á Evrópu að halda.  Annað athyglisvert var að orð stækkunarstjóra sambandsins um flýtimeðferð inn í ESB eru ómerk.  Þriðji molinn er síðan móttaka umsóknar Íslands inn í evrópusambandið sem mörgum þykir hláleg í ljósi efnahagslegrar stöðu landsins og íbúafjölda.   Einnig eru margir umsækjendur á undan okkur í röðinni og vilja eðlilega að hún haldi merkingu sinni.    Mörg teikn eru uppi um að þessi fjallaleiðangur samfylkingar nái aldrei tindinum enda vanbúinn með eindæmum. Miklu betra hefði verið að hnýta á milliríkjadeilurnar fyrst og komast aðeins á skrið sem þjóð.   Með fljótfærni hefur samfylkingin hugsanlega lokað inni eigin draum.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Steinn Sigurðsson

Góður punktur Lýður, Össur hagar sér nú eins og hann sé nú kominn á tindinn og hrjáist af miklum súrefnisskorti, allavega eru framkvæmdirnar í samræmi við það hjá honum.

Góðar stundir.

Pétur Steinn Sigurðsson, 28.7.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband